Code Monkey home page Code Monkey logo

vef1-2023-h2's Introduction

Vefforritun 1, 2023, hópverkefni 2

Verkefnalýsing

Verkefnið felst í að tengjast gefnum vefþjónustum og út frá þeim útbúa vef.

Vefþjónusta sem skal tengjast er á: https://vef1-2023-h2-api-791d754dda5b.herokuapp.com/

Hægt er að spyrja spurninga um verkefnið á rásinni #vef1-2023-h2.

Vefur skal vera prófaður og virka í nýjustu útgáfum af Firefox og Chrome.

Forsíða

Á forsíðu skal birta sex nýjustu vörur með því að kalla á /products?limit=6.

Birta skal fyrir vörur:

  • Titil
  • Mynd
  • Verð
  • Heiti flokks

Hver vara skal vera hlekkur á viðeigandi vörusíðu.

Fyrir neðan vörur skal vera hlekkur sem fer á vörulista með öllum vörum.

Vörulisti

Vörulisti birtir allar vörur með því að kalla á /products.

Birta skal fyrir vörur:

  • Titil
  • Mynd
  • Verð
  • Heiti flokks

Hver vara skal vera hlekkur á viðeigandi vörusíðu.

Fyrir neðan vörur skal vera hlekkur sem fer á forsíðu.

Vörusíða

Vörusíða birtir vöru með því að kalla á /products/{id}.

Birta skal fyrir vöru:

  • Titil
  • Mynd
  • Verð
  • Heiti flokks
  • Lýsingu á vöru

Fyrir neðan vöru skal birta þrjár sambærilegar vörur með því að kalla á /products?limit=3&category={category} þar sem {category} er auðkenni flokks vörunnar.

Valin virkni

Aukalega skal útfæra eitt af eftirfarandi:

  • Stuðningar við flokka: nota /categories til að birta flokka á forsíðu og /products?category={id} til að birta vörur á flokkasíðu.
  • Stuðningur við síðuflettingu: nota /products?offset={offset}&limit={limit} til að birta vörur á síðu og hafa síðuflettingu á vörulistasíðu.
  • Stuðningur við leit: með því að nota /products?search={query} og leita þannig í vörum, birta niðurstöður eða ef engar niðurstöður. Geyma skal leit í URL svo hægt sé að leita aftur.

Slóðir

Fyrir hverja virkni skal vera slóð í vafrann sem hægt er að afrita og senda, eða endurhlaða síðu og virkni er sú sama og áður.

Útlit

Á öllum síðum skal birta haus með einföldum titli sem fer með þig á forsíðu.

Allar síður skulu vera skalanlegar.

Dæmi um útlit er að finna í utlit/ möppunni.

Ekki er krafa að gera eins útlit.

Ekki þarf að útfæra nýskrá, innskrá eða körfu virkni í haus.

Hópavinna

Verkefnið skal unnið í hóp með 3-4 einstaklingum. Hafið samband við kennara ef ekki er mögulegt að vinna í hóp. Hægt er að leita að félögum á slack á rásinni #vef1-2023-h2-vantar-hop.

Notast skal við Git og GitHub. Engar zip skrár með kóða ættu að ganga á milli í hópavinnu, heldur á að „committa“ allan kóða og vinna gegnum Git.

Sjást ætti á commit history að allir meðlimir hóps hafi tekið þátt í verkefni.

Útbúa þarf a.m.k. fimm Pull Request (PR) þar sem búið er að fara yfir af öðrum meðlim í hóp og yfirferð ásamt gagnrýni sést á GitHub.

Lýsing á verkefni

README.md skrá skal vera í rót verkefnis og innihalda:

  • Upplýsingar um hvernig keyra skuli verkefnið
    • npm run dev eða npm start
    • npm run lint skal vera til staðar og keyra eslint og stylelint
  • Létt lýsing á uppsetningu verkefnis, hvernig því er skipt í möppur, hvernig CSS/Sass er skipulagt og fleira sem á við
  • Upplýsingar um alla sem unnu verkefni, nöfn, HÍ notendanöfn og GitHub notendanöfn

Tæki og tól

Verkefnið skal innihalda package.json og package-lock.json sem innihalda öll notuð tól.

Þegar verkefnið er sótt verður npm install keyrt á undan öllum öðrum skipunum.

Setja skal upp Sass og stylelint með stylelint-config-sass-guidelines og stylelint-config-standard fyrir verkefnið.

Setja skal upp eslint með airbnb staðli.

Leyfilegt er að nota öll tól sem við höfum notað í haust.

Hýsing

Setja skal verkefnið upp á Netlify, tengt GitHub.

Mat

  • 10% - README eftir forskrift, tæki og tól uppsett, vefur keyrir á Netilfy. Lint fyrir CSS/Sass og JavaScript.
  • 10% - Git notað og PR eftir forskrift.
  • 10% – Almenn tenging við vefþjónustur, „loading state“ og villumeðhöndlun.
  • 10% – Almennt útlit og skalanleiki.
  • 10% – Forsíða.
  • 10% – Vörulisti.
  • 20% – Vörusíða.
  • 20% – Valin virkni.

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 30. október 2023.

Skil

Tilnefna skal hópstjóra sem skráir sig í ákveðinn hóp undir „Hópverkefni 2“ í Canvas. Aðrir nemendur skrá sig í framhaldinu í sama hóp, hópstjóri getur líka skráð aðra nemendur í hópinn.

Útbúa skal hóp jafnvel ef verkefnið er unnið sem einstaklingsverkefni.

Hópstjóri skal skila fyrir hönd allra í Canvas í seinasta lagi föstudaginn 24. nóvember 2023.

Mikilvægt er að öll skil séu gerð í hóp annars munu ekki allir nemendur fá einkunn.

Skil skulu innihalda:

  • GitHub notendanöfn allra (passa þarf að allir nemendur séu í hópnum!)
  • Slóð á verkefnið keyrandi í hýsingu
  • Slóð á GitHub repo fyrir verkefni. Dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo. Notendanöfn þeirra eru:
    • ahp9
    • dawidniescier
    • osk
    • polarparsnip
    • sturla-freyr

Einkunn

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.

Útgáfa 0.1

vef1-2023-h2's People

Contributors

osk avatar

Watchers

 avatar

Recommend Projects

  • React photo React

    A declarative, efficient, and flexible JavaScript library for building user interfaces.

  • Vue.js photo Vue.js

    🖖 Vue.js is a progressive, incrementally-adoptable JavaScript framework for building UI on the web.

  • Typescript photo Typescript

    TypeScript is a superset of JavaScript that compiles to clean JavaScript output.

  • TensorFlow photo TensorFlow

    An Open Source Machine Learning Framework for Everyone

  • Django photo Django

    The Web framework for perfectionists with deadlines.

  • D3 photo D3

    Bring data to life with SVG, Canvas and HTML. 📊📈🎉

Recommend Topics

  • javascript

    JavaScript (JS) is a lightweight interpreted programming language with first-class functions.

  • web

    Some thing interesting about web. New door for the world.

  • server

    A server is a program made to process requests and deliver data to clients.

  • Machine learning

    Machine learning is a way of modeling and interpreting data that allows a piece of software to respond intelligently.

  • Game

    Some thing interesting about game, make everyone happy.

Recommend Org

  • Facebook photo Facebook

    We are working to build community through open source technology. NB: members must have two-factor auth.

  • Microsoft photo Microsoft

    Open source projects and samples from Microsoft.

  • Google photo Google

    Google ❤️ Open Source for everyone.

  • D3 photo D3

    Data-Driven Documents codes.