Code Monkey home page Code Monkey logo

vef1-2021-v4's Introduction

Vefforritun 1, 2021: Verkefni 4, CSS #2

Kynning í fyrirlestri.

Setja skal upp viðmót fyrir Vefforritunarfréttir, fréttamiðil sem færir vefforriturum mikilvægar fréttir af faginu.

Haldið verður áfram með verkefnið:

  • Verkefni 5 gerir vefinn skalanlegann og setur upp grid.
  • Verkefni 6 setur upp tæki og tól: Sass, Stylelint, og browser-sync. Verkefnið verður „refactorað“ til að nota þetta.

Útlit

Fyrirmynd að útliti er í fyrirmynd/ möppu. Skjáskot er tekið í 1500px breiðum Firefox vafra.

HTML

Gefið er grunn HTML þar sem búið er að velja merkingfræðileg element m.v. efnið. Vísað er í myndir innan úr efni, fyrir utan mynd sem á að vera bakvið auglýsingu og clock.svg sem skal birta við hliðina á dagstíma frétta.

Gera má ráð fyrir að það verði að bæta við class attributes og auka elementum við lausn/sýnilausn til að geta náð fram útliti.

Almennt

Þar sem allt útlit skal útfæra í einni CSS skrá, skal huga að cascade og erfðum, þó er fullkomlega eðlilegt að endurtaka eigindi, en t.d. fyrir málsgreinar (<p>) þarf aðeins að taka fram einu sinni hvert margin þeirra er.

Gefið er „reset“ þ.a. allt margin og padding frá vafra sé sett í 0, einnig er box-sizing: border-box sett fyrir öll element.

CSS skal vera án villna og viðvarana þegar keyrt í gegnum CSS validator.

Allar síður skulu vera villulausar ef prófaðar með HTML validator.

Gildi og stærðir

  • Heildar breidd efnis skal vera 1400px, miðjað á skjánum
  • Grunnletur stærð skal vera 16px þ.a. 1rem == 16px
  • Allt bil í fyrirmynd er hálf, eitt, eða tvöfalt margfeldi af grunnletur stærð
  • Gildi fyrir liti eru gefin sem breytur settar í :root
  • Leturgerðir:
    • Fyrir meginmál: Inter, Helvetica, Arial, sans-serif
    • Fyrir fyrirsagnir: Playfair Display, Georgia, serif
    • Leturþyngdir (e. font weights):
      • Tengill í auglýsingu skal nota þyngd 700
      • Aðalfyrirsögn skal nota þyngd 600
      • Tenglar í flokkum skal nota þyngd 400
      • Birting á dagstíma skal nota þyngd 300
  • Almennt skal aðeins nota hlutfallslegar einingar í breiddir, nema nota þarf px gildi til að útfæra birtingu á dagstíma icon

Takmarkanir

Aðeins skal nota flexbox til að setja upp útlit, þ.e.a.s. aðeins display: flex.

Ekki skal nota önnur gildi fyrir display eða position eigindi nema til að setja upp texta yfir mynd í auglýsingu.

Í sýnilausn er eftirfarandi notað:

  • @font-face til að færa inn leturgerðir og tengd eigindi til að eiga við leturgerðir
    • src
    • font-display: swap
    • font-family
    • font-size
    • font-variation-settings
    • line-height
    • text-decoration
  • CSS breytur, sjá gefnar breytur innan :root og var() fall
  • Flexbox eigindi, t.d.
    • align-items
    • flex-direction
    • flex
    • justify-content
    • order
  • Bakgrunnseigindi:
    • background-color
    • background-image
    • background-position
    • background-repeat
    • background-size
    • eða shorthand background
  • Box model eigindi
    • margin
    • border
    • padding
    • width, með hlutfallslegum einingum
    • height, til að fastsetja hæðir á myndum sem síðan nota object-fit
    • max-width

Ekki þarf að huga að skalanleika (síðan þarf ekki að líta vel út í undir 1400px skjá, athugið að þar sem hámarksbreidd er 1400px mun efnið liggja alveg utan í vafraglugga í nákvæmlega 1400px).

Heimasvæði

Setja skal síður upp á heimasvæði ykkar hjá HÍ undir möppu .public_html/vefforritun/verkefni4 svo verkefnið verði aðgengilegt á https://notendur.hi.is/<notendanafn>/vefforritun/verkefni4 þar sem <notendnafn> er notendanafnið þitt (t.d. osk).

Mat

  • 15% – Snyrtilega uppsett og gilt CSS
  • 15% – Flexbox notað fyrir útlit og takmarkanir virtar
  • 30% – Nýjustu fréttir og mest lesið
  • 10% – Útlit fyrir auglýsingu
  • 30% – Flokkar, skipting og innihald

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 13. september 2021.

Skil

Skila skal í Canvas í seinasta lagi fyrir lok dags þriðjudaginn 21. september 2021.

Skilaboð skulu innihalda:

  • slóð á verkefni
  • zip skjali með lausn

Hver dagur eftir skil dregur verkefni niður um 10%, allt að 20% ef skilað fimmtudaginn 23. september 2021 en þá lokar fyrir skil.

Einkunn

Leyfilegt er að ræða, og vinna saman að verkefni en skrifið ykkar eigin lausn. Ef tvær eða fleiri lausnir eru mjög líkar þarf að færa rök fyrir því, annars munu allir hlutaðeigandi hugsanlega fá 0 fyrir verkefnið.

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.

Myndir

Myndir frá Unsplash:

Útgáfa 0.1

vef1-2021-v4's People

Contributors

osk avatar

Watchers

 avatar  avatar

Recommend Projects

  • React photo React

    A declarative, efficient, and flexible JavaScript library for building user interfaces.

  • Vue.js photo Vue.js

    🖖 Vue.js is a progressive, incrementally-adoptable JavaScript framework for building UI on the web.

  • Typescript photo Typescript

    TypeScript is a superset of JavaScript that compiles to clean JavaScript output.

  • TensorFlow photo TensorFlow

    An Open Source Machine Learning Framework for Everyone

  • Django photo Django

    The Web framework for perfectionists with deadlines.

  • D3 photo D3

    Bring data to life with SVG, Canvas and HTML. 📊📈🎉

Recommend Topics

  • javascript

    JavaScript (JS) is a lightweight interpreted programming language with first-class functions.

  • web

    Some thing interesting about web. New door for the world.

  • server

    A server is a program made to process requests and deliver data to clients.

  • Machine learning

    Machine learning is a way of modeling and interpreting data that allows a piece of software to respond intelligently.

  • Game

    Some thing interesting about game, make everyone happy.

Recommend Org

  • Facebook photo Facebook

    We are working to build community through open source technology. NB: members must have two-factor auth.

  • Microsoft photo Microsoft

    Open source projects and samples from Microsoft.

  • Google photo Google

    Google ❤️ Open Source for everyone.

  • D3 photo D3

    Data-Driven Documents codes.