Code Monkey home page Code Monkey logo

vef1-2021-v3's Introduction

Vefforritun 1, 2021: Verkefni 3, CSS #1

Kynning í fyrirlestri.

Verkefnið er framhald af verkefni 2, nýtir það efni sem uppsett er í því, og fylgir þeirri verkefnalýsingu. Leyfilegt er að nota sýnilausn að verkefni 2 (sem gefin er út föstudaginn 10. september).

Nú skal bæta við einföldu útliti á efnið með CSS. Allt útlitið skal vera í ./styles.css og allar HTML skrár skulu vísa í það.

Útlit

Fyrirmynd að útliti er í fyrirmynd/ möppu. Öll skjáskot eru tekin í 1000px breiðum Firefox vafra. Vídeó er tekið í 1000x600 Firefox vafra.

Gera má ráð fyrir að það verði að bæta við auka elementum við lausn/sýnilausn til að geta náð fram útliti.

Þar sem allt útlit skal útfæra í einni CSS skrá, skal huga að cascade og erfðum, þó er fullkomlega eðlilegt að endurtaka eigindi, en t.d. fyrir málsgreinar (<p>) þarf aðeins að taka fram einu sinni hvert margin þeirra er.

Almennt

Setja skal upp „reset“ þ.a. allt margin og padding frá vafra sé sett í 0.

Allar málsgreinar skulu hafa eitt bil fyrir neðan sig.

CSS skal vera án villna og viðvarana þegar keyrt í gegnum CSS validator.

Allar síður skulu vera villulausar ef prófaðar með HTML validator.

Allar síður skulu vera án aðgengisvillna ef prófaðar með aXe, setjið upp viðbót í vafra.

Haus og valmynd

Fyrirsögn og valmynd skulu vera föst í haus (sjá myndband) með hvítum bakgrunn og taka alla mögulega breidd.

Efni skal taka helming af breidd og vera miðjað, texti (og valmynd) skal vera miðjaður þar innan.

Passa þarf upp á að haus og valmynd fari ekki yfir efni, ekki þarf að finna nákvæma stærð, aðeins að það gildi í 1000px+ breiðum glugga.

Forsíða

Mynd og texti skulu taka um tvo þriðju af plássi, myndband skal vera hægra megin við og taka um þriðjung af plássi.

Sækja um nám

Allir hópar af gögnum skulu sitja hlið-við-hlið og taka um fjórðung af plássi.

Fyrir neðan þá skal „Senda umsókn“ takki vera.

Allir reitir skulu hafa eitt bil fyrir neðan sig. Þar sem nánari upplýsingar um reit eru skal það vera fyrir neðan reitinn.

Áfangar

Hver tafla skal taka helming af plássi, þ.a. tvær séu hlið-við-hlið. Bil skal vera milli raða af töflum.

Setja skal upp border á hvern reit í töflu.

Efni skal hafa fjórðung af bili innan hvers reit.

Spurt og svarað

Draga skal efni inn um eitt bil frá vinstri.

Milli spurninga skal vera bil, border og annað bil.

Gildi

  • Leturstærð skal vera í grunninn (á body) 16px (eitt bil, ein eining)
  • Aðrar stærðir í fyrirmynd eru fjórðungur, hálft, heilt, eða tvöfalt margfeldi af grunnleturstærð
  • Aðeins skal nota px í grunnleturstærð og breidd á border, annars skal nota hlutfallslegar einingar (em, rem, eða %)
  • Border er alltaf 1px solid #000

Til að losna við merki á <ul> lista þarf að setja list-style: none;.

Til að losna við bil í töflu þarf að setja border-spacing: 0;.

Takmarkanir

Aðeins skal nota eftirfarandi eigindi, og ef tekið fram, viðeigandi gildi:

  • background-color: #fff;
  • border og nánari skilgreiningar
  • border-spacing: 0;
  • box-sizing
  • clear
  • display: block;, display: inline;, og display: inline-block;
  • content: ''; (hægt er að nota :after til að útbúa block sem „hreinsar“ float)
  • float (notum þetta til að setja blockir hlið-við-hlið, en bara í þetta skipti!)
  • font-size: 16px;
  • top, right, bottom, og left
  • list-style: none;
  • margin og nánari skilgreiningar
  • padding og nánari skilgreiningar
  • width, min-width, og max-width
  • position: fixed;
  • text-align: center;

Ekki þarf að huga að skalanleika (síðan þarf ekki að líta vel út í undir 1000px skjá).

Heimasvæði

Setja skal síður upp á heimasvæði ykkar hjá HÍ undir möppu .public_html/vefforritun/verkefni3 svo verkefnið verði aðgengilegt á https://notendur.hi.is/<notendanafn>/vefforritun/verkefni3 þar sem <notendnafn> er notendanafnið þitt (t.d. osk).

Mat

  • 20% – Snyrtilega uppsett og gilt CSS
  • 20% – Aðeins leyfileg eigindi og gildi notuð
  • 60% – Útlit skv. fyrirmynd

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 6. september 2021.

Skil

Skila skal í Canvas í seinasta lagi fyrir lok dags þriðjudaginn 14. fimmtudaginn 16. september 2021.

Skilaboð skulu innihalda:

  • slóð á verkefni
  • zip skjali með lausn

Hver dagur eftir skil dregur verkefni niður um 10%, allt að 20% ef skilað fimmtudaginn 16. september 2021 en þá lokar fyrir skil.

Einkunn

Leyfilegt er að ræða, og vinna saman að verkefni en skrifið ykkar eigin lausn. Ef tvær eða fleiri lausnir eru mjög líkar þarf að færa rök fyrir því, annars munu allir hlutaðeigandi hugsanlega fá 0 fyrir verkefnið.

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.

Útgáfa 0.1

vef1-2021-v3's People

Contributors

osk avatar

Watchers

 avatar  avatar

Recommend Projects

  • React photo React

    A declarative, efficient, and flexible JavaScript library for building user interfaces.

  • Vue.js photo Vue.js

    🖖 Vue.js is a progressive, incrementally-adoptable JavaScript framework for building UI on the web.

  • Typescript photo Typescript

    TypeScript is a superset of JavaScript that compiles to clean JavaScript output.

  • TensorFlow photo TensorFlow

    An Open Source Machine Learning Framework for Everyone

  • Django photo Django

    The Web framework for perfectionists with deadlines.

  • D3 photo D3

    Bring data to life with SVG, Canvas and HTML. 📊📈🎉

Recommend Topics

  • javascript

    JavaScript (JS) is a lightweight interpreted programming language with first-class functions.

  • web

    Some thing interesting about web. New door for the world.

  • server

    A server is a program made to process requests and deliver data to clients.

  • Machine learning

    Machine learning is a way of modeling and interpreting data that allows a piece of software to respond intelligently.

  • Game

    Some thing interesting about game, make everyone happy.

Recommend Org

  • Facebook photo Facebook

    We are working to build community through open source technology. NB: members must have two-factor auth.

  • Microsoft photo Microsoft

    Open source projects and samples from Microsoft.

  • Google photo Google

    Google ❤️ Open Source for everyone.

  • D3 photo D3

    Data-Driven Documents codes.