Code Monkey home page Code Monkey logo

vef1-2021-v2's Introduction

Vefforritun 1, 2021: Verkefni 2, HTML #2

Kynning í fyrirlestri.

Setja skal upp fjórar síður um nám í tölvunarfræði við HÍ, aðgengilegar af internetinu:

  1. Forsíða með upplýsingum um tölvunarfræði nám
  2. Síða með skráningarformi í tölvunarfræði
  3. Síða með töflu yfir áfanga
  4. Síða með spurt og svarað

Fyrir hverja síðu á að einblína á að setja upp merkingarfræðilegt HTML.

Allar síður fyrir utan forsíðu skulu vera innan pages/ möppu:

  • index.html skal innihalda upplýsingar um tölvunarfræði nám
  • pages/apply.html skal innihalda skráningaform
  • pages/courses.html skal innihalda töflu yfir áfanga
  • pages/faq.html skal innihalda spurningar og svör

Efnið skal koma frá raunverulegu efni um nám í tölvunarfræði við HÍ, athugið að þó að efnið sé sett upp með HTML þýðir það ekki að notað sé merkingarfræðilega rétt element. Þið þurfið að taka afstöðu til þess.

Efni

Allar síður skulu innihalda valmynd sem vísar á allar aðrar síður og merkja valda síðu á einhvern hátt. Athugið að allar síður fyrir utan forsíðu verða að vera undir pages/ möppu.

Forsíða

Inniheldur efni sem fram kemur á síðunni https://www.hi.is/tolvunarfraedi, nákvæmt efni er í data/index.txt.

Tengill með textanum „Sækja um nám“ skal vísa á umsóknarsíður.

Fella skal inn myndina data/cs.jpg (credit).

Fella skal inn efni af YouTube.

Skráningarform

Form tekur við upplýsingum um umsókn um nám.

Eftirfarandi skal biðja um í formi, hópað saman með <fieldset> og með viðeigandi legend:

  • Persónuupplýsingar
    • Nafn, textareitur, krafist
    • Kennitala, textareitur, krafist, „placeholder“ sem gefur til kynna íslenska kennitölu (t.d. 000000-0000)
    • Sími, textareitur, krafist
    • Tölvupóstur, textareitur, krafist, innihald ætti að líta út eins og netfang
  • Framhaldsskóli
    • Skóli, val á skóla úr listanum í data/schools.txt
    • Prófgráða, textareitur
    • Er námi lokið? Val um hvort því sé lokið eða ekki
    • Lokadagsetning, val um dagsetningu þegar námi lauk
  • Kjörsvið
    • Val á kjörsviði úr data/kjorsvid.txt
  • Fylgigögn
    • Þrír reitir sem bjóða upp á að velja skrá með fyrirsögnum: fylgigögn, prófskírteini, annað

Ekki er gefin nákvæm forskrift um það hvernig útfæra skuli reiti, veljið það sem passar best út frá ykkar túlkun á form elementum og forskrift.

Þegar ýtt er á takka gerist ekki neitt, þ.e.a.s. engin kóði keyrir og gögn eru ekki send neitt.

Áfangar

Birta skal töflu með áföngum í tölvunarfræði, sjá gögn í data/courses.txt. Fyrsta lína skilgreinir heiti dálka, milli hvers dálk er tab stafur, \t. Bil og fyrirsögn skiptir milli ára.

Gögnin koma frá kennsluskrá.

Spurt og svarað

Inniheldur spurningar frá síðunni https://www.hi.is/tolvunarfraedi, nákvæmt efni er í data/faq.txt. Athugið að færa skal inn tengla sem eru á síðunni og lesa út úr birtingu hvað þurfi að merkja sérstaklega með merkingarfræðilegu HTML.

Útlit

Ekki er gefin forskrift að útliti, þar sem verkefnið snýst um að setja upp merkingarfræðilegt HTML.

Ekki þarf að gera neitt með CSS.

Almennt

  • Nýta skal merkingarfræðilega viðeigandi element.
  • Valmynd má (og á!) að útfæra með því að afrita og breyta milli síðna, ekki er krafa um neina „forritun“ til að útbúa valmynd.
  • Allar síður skulu hafa fyrisögn og „beint í efni“ hlekk á eftir fyrirsögn, en á undan valmynd.
  • Síður skulu nota utf-8 stafasett.
  • Passa skal upp á að hafa snyrtilega uppsettan kóða þar sem inndráttur er samræmdur.
  • Allar síður skulu vera villulausar ef prófaðar með HTML validator.
  • Allar síður skulu vera án aðgengisvillna ef prófaðar með aXe, setjið upp viðbót í vafra.

Heimasvæði

Setja skal síður upp á heimasvæði ykkar hjá HÍ undir möppu .public_html/vefforritun/verkefni2 svo verkefnið verði aðgengilegt á https://notendur.hi.is/<notendanafn>/vefforritun/verkefni2 þar sem <notendnafn> er notendanafnið þitt (t.d. osk).

Mat

  • 20% – Snyrtilega uppsettur kóði með merkingarfræðilegum elementum fyrir hverja síðu
  • 20% – Síður án villna frá HTML validator og WAVE validator
  • 20% – Form uppsett eftir forskrift
  • 20% – Tafla uppsett eftir forskrift
  • 20% – Forsíða; spurt og svarað síður uppsettar eftir forskrift

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 30. ágúst 2021.

Skil

Skila skal í Canvas í seinasta lagi fyrir lok dags þriðjudaginn 7. fimmtudaginn 9. september 2021.

Skilaboð skulu innihalda:

  • slóð á verkefni
  • zip skjali með lausn

Hver dagur eftir skil dregur verkefni niður um 10%, allt að 20% ef skilað fimmtudaginn 9. september 2021 en þá lokar fyrir skil.

Einkunn

Leyfilegt er að ræða, og vinna saman að verkefni en skrifið ykkar eigin lausn. Ef tvær eða fleiri lausnir eru mjög líkar þarf að færa rök fyrir því, annars munu allir hlutaðeigandi hugsanlega fá 0 fyrir verkefnið.

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.

Útgáfa 0.2, skil framlengd.

vef1-2021-v2's People

Contributors

osk avatar

Watchers

 avatar  avatar

Recommend Projects

  • React photo React

    A declarative, efficient, and flexible JavaScript library for building user interfaces.

  • Vue.js photo Vue.js

    🖖 Vue.js is a progressive, incrementally-adoptable JavaScript framework for building UI on the web.

  • Typescript photo Typescript

    TypeScript is a superset of JavaScript that compiles to clean JavaScript output.

  • TensorFlow photo TensorFlow

    An Open Source Machine Learning Framework for Everyone

  • Django photo Django

    The Web framework for perfectionists with deadlines.

  • D3 photo D3

    Bring data to life with SVG, Canvas and HTML. 📊📈🎉

Recommend Topics

  • javascript

    JavaScript (JS) is a lightweight interpreted programming language with first-class functions.

  • web

    Some thing interesting about web. New door for the world.

  • server

    A server is a program made to process requests and deliver data to clients.

  • Machine learning

    Machine learning is a way of modeling and interpreting data that allows a piece of software to respond intelligently.

  • Game

    Some thing interesting about game, make everyone happy.

Recommend Org

  • Facebook photo Facebook

    We are working to build community through open source technology. NB: members must have two-factor auth.

  • Microsoft photo Microsoft

    Open source projects and samples from Microsoft.

  • Google photo Google

    Google ❤️ Open Source for everyone.

  • D3 photo D3

    Data-Driven Documents codes.