Code Monkey home page Code Monkey logo

vef1-2018-h1-synilausn's Introduction

Hópverkefni 1

Verkefnið felst í því að smíða vef eftir forskrift.

Gefnar eru fyrirmyndir í 500px, 800px og 1500px með grind ásamt 1500px án grindar og yfirliti yfir virkni vefs í utlit/video.mp4.

Síður

Gögn fyrir síður eru í viðeigandi textaskrám (t.d. forsida.txt) undir efni/. Myndir fyrir síður eru gefnar undir img/. Afrita þarf öll gögn á milli síðna, ekki er krafa um að setja upp sameiginlegan haus/fót á síðum með einhverju kerfi eða forritun.

Efni síðu skal ekki vera breiðara en 1200px. Litir í haus og fæti skulu fylla út í allt lárétt pláss.

Síður hafa allar sama haus og sama fót. Vöruflokkar í fæti skulu allir vísa á pages/products.html.

Grunn leturstærð er 16px og fylgja allar aðrar leturgerðir eftirfarandi skala: 12 14 16 18 21 24 36 48 60.

Litapalletta fyrir vef er #000000, #ffffff, #afb281, #cee8ff, #fcffd2 og #cc9694.

Letur fyrir meginmál er Open Sans eða helvetica, arial eða sans-serif letur. Letur fyrir fyrirsagnir er Oswald, Verdana eða serif letur.

Flest allt er sett upp í 12 dálka grind með 20px gutter.

Öll bil eru hálft, heilt, tvöfalt eða þrefalt margfeldi af gutter. Hægt er að nota reglustiku tól (t.d. http://www.arulerforwindows.com/ eða http://www.pascal.com/software/freeruler/) til að finna nákvæmar stærðir en mestu skiptir að lausn svipi til en sé ekki nákvæmlega eins og fyrirmynd.

Allar hreyfingar gerast á 300ms með ease-in-out hröðunarfalli.

Ekki þarf að útfæra neina virkni fyrir takka eða form.

Hópavinna

Verkefnið skal unnið í hóp með þremur einstaklingum. Hafið samband við kennara ef ekki er mögulegt að vinna í hóp.

Notast skal við Git og GitHub. Engar zip skrár með kóða ættu að ganga á milli í hópavinnu, heldur á að „committa“ allan kóða og vinna gegnum Git.

Lýsing á verkefni

README.md skrá skal vera í rót verkefnis og innihalda:

  • Upplýsingar um hvernig keyra skuli verkefnið
  • Lýsingu á uppsetningu verkefnis, hvernig því er skipt í möppur, hvernig CSS er skipulagt og fleira sem á við
  • Upplýsingar um alla sem unnu verkefni
  • Leyfilegt er að halda eftir þessari verkefnalýsingu en hún skal þá koma á eftir ykkar lýsingu

Tæki og tól

Setja skal upp Sass og stylelint fyrir verkefnið. Gefin er styles.scss skrá með grunn upplýsingum.

Gefin er .stylelintrc skrá sem segir til um hvernig lint fyrir scss skrár skuli háttað.

Í .gitignore er styles.css hunsað sem þýðir að það verður ekki checkað inn. Það er gert vegna þess að það er búið til af sass út frá styles.scss

Gefnar skrár

Eftirfarandi er sett upp í verkefni:

  • .stylelintrc með upplýsingum um hvernig stylelint eigi að haga sér. Setja þarf upp stylelint-config-primer pakkann
  • .gitignore sem hunsar algengar skrár, sjá nánar
  • .gitattributes sem kemur í veg fyrir ósamræmi sem geta komið upp þegar unnið er á milli stýrikerfa
  • .editorconfig sem samræmir notkun á tabs og spaces, bilum og fleira
  • index.html með vísun í styles.css og grid.css ásamt tómum skrám fyrir products.html, about.html og cart.html undir pages/, halda skal þessu skipulagi
  • grid.css til að sjá grid sem fyrirmynd er unnin eftir

Setja þarf upp package.json og sækja viðeigandi pakka til að tæki og tól sem verkefnið á að nýta virki.

Mat

  • 10% - README eftir forskrift, tæki og tól uppsett
  • 20% – Snyrtilegt, gilt (skv. stylelint) CSS/Sass, gilt og aðgengilegt HTML
  • 30% – Almennt útlit
  • 10% – Forsíða
  • 10% – Vörulista síða
  • 10% – Um síða
  • 10% – Kaupa síða

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 8. október 2018.

Skil

Einn aðili úr hóp skal skila fyrir hönd allra og skila skal undir „Verkefni og hlutaprófa“ á Uglu í seinasta lagi fyrir lok dags föstudaginn 26. október 2018.

Skil skulu innihalda:

  • Nöfn allra í hóp ásamt notendanafni
  • Slóð á GitHub repo fyrir verkefni, og dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo (sjá leiðbeiningar). Notendanöfn þeirra eru arnar44, gorri4, mimiqkz, hinriksnaer, gunkol, freyrdanielsson og osk
  • Slóð á verkefnið keyrandi á vefnum

Einkunn

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 3,5% hvert, samtals 28% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö stærri verkefni þar sem hvort um sig gildir 11%, samtals 22% af lokaeinkunn.

Myndir

Myndir frá:


Útgáfa 0.1

vef1-2018-h1-synilausn's People

Contributors

osk avatar

Watchers

 avatar  avatar

Recommend Projects

  • React photo React

    A declarative, efficient, and flexible JavaScript library for building user interfaces.

  • Vue.js photo Vue.js

    🖖 Vue.js is a progressive, incrementally-adoptable JavaScript framework for building UI on the web.

  • Typescript photo Typescript

    TypeScript is a superset of JavaScript that compiles to clean JavaScript output.

  • TensorFlow photo TensorFlow

    An Open Source Machine Learning Framework for Everyone

  • Django photo Django

    The Web framework for perfectionists with deadlines.

  • D3 photo D3

    Bring data to life with SVG, Canvas and HTML. 📊📈🎉

Recommend Topics

  • javascript

    JavaScript (JS) is a lightweight interpreted programming language with first-class functions.

  • web

    Some thing interesting about web. New door for the world.

  • server

    A server is a program made to process requests and deliver data to clients.

  • Machine learning

    Machine learning is a way of modeling and interpreting data that allows a piece of software to respond intelligently.

  • Game

    Some thing interesting about game, make everyone happy.

Recommend Org

  • Facebook photo Facebook

    We are working to build community through open source technology. NB: members must have two-factor auth.

  • Microsoft photo Microsoft

    Open source projects and samples from Microsoft.

  • Google photo Google

    Google ❤️ Open Source for everyone.

  • D3 photo D3

    Data-Driven Documents codes.